https://isi.is/fraedsla/kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi/Stefna og viðbrögð Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags varðandi kynferðislegt áreiti og kynferðislegt ofbeldi
Hvað er kynferðislegt áreiti og ofbeldi?
Kynferðisleg áreitni/ofbeldi er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður.
Það er upplifun þess sem verður fyrir hegðuninni, en ekki tilgangur gerandans, sem segir til um
hvort um sé að ræða áreitni eða ekki.
Kynferðislegt ofbeldi eru kynferðislegar athafnir gagnvart einstaklingi sem ekki hefur gefið eða er
ófær um að veita samþykki sitt. Kynferðislegt ofbeldi getur falið í sér;
Káf og þukl innan sem utan klæða á kynfærum eða öðrum persónulegum stöðum
Munnmök
Samfarir eða tilraun til þeirra
Kynferðislegar myndatökur, áhorf á persónulega staði eða sýna/senda kynferðislegt efni
Önnur óæskileg hegðun, stafrænt ofbeldi, eða þess háttar.
Kynferðislegur lögaldur er 15 ára. Það þýðir að fyrir þann aldur eru allar kynferðislegar athafnir, með eða án vilja barnsins, ólöglegar.
Hvernig á íþróttafélagið að bregðast við upplýsingum um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi?
Íþróttafélagið skal taka öllum tilkynningum alvarlega.
Ef þolandi er lögráða skal sterklega hvetja viðkomanda til að kæra málið til lögreglu. Hringja í 112.
Ef brotið hefur verið gegn ólögráða einstaklingi ber að tilkynna til Barnaverndar í síma 112.
Ef grunur vaknar um að forráðamaður/-menn eiga sjálfir aðild að kynferðislegu ofbeldi gegn barni skal hafa samband beint við lögreglu eða barnaverndaryfirvöld í síma 112.
Ef menn eru í vafa um hvernig eigi að bregðast við skal hafa samband við lögreglu, kynna málið og leita ráða í síma 112.
Þolendur eiga kost á að leita sér stuðnings og aðstoðar hjá;
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Landsspítali Fossvogi, slóð má finna hér.
Barnavernd Reykjanesbæjar Sími: 421-6700
https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/velferd-felagsthjonusta/barnavernd
Gerendur ofbeldis geta leitað til heimilisfridur.is eða í síma 555-3020.
Upplýsingar um æskulýðsvettfanginn
Stefna Keflavíkur byggist á markmiðum og leiðbeiningum í bæklingi gefnum út af ÍSÍ varðandi skilgreiningu og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi, sem Keflavík gerir að sinni stefnu og sínum markmiðum.
Mikilvægt er að einstaklingar sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháð aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála. Keflavík er i mjög góðu sambandi við Æskulýðsvettfanginn, þar eru sérfræðingar í slíkum málum fyrir félög sem eiga þar aðild og er Keflavík þar á meðal.
Einstaklingar sem hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun, kynferðisbrot eða annarskonar brot, geta tilkynnt málið til fagráðs Æskulýðsvettfangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg.
Heimasíða Æskulýðsvettfangsins
Tilkynna einelti eða aðra óæskilega hegðun (aev.is)
Samkiptaráðgjafi íþrótta og æskulýðsstarfs
Samkiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplífað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta og æskulýðsstarfs.
Allir eiga rétt á að stunda sínar íþróttir í öruggu umhverfi. Þess vegna leggjum við áherslu á að allir geti leitað sér aðstoðar eða réttar síns vegna atvika og misgjörða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, einelti í sínu íþrótta eða æskulýðsstarfi eða eru jafnvel ekki vissir, geta leitað til og fengið ráðgjöf hjá Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100,
Athugið að engin greiðsla er tekin þjónustu samkiptaráðgjafa.
Markmið ÍSÍ með útgáfu bæklingsins er að:
Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum.
Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi.
Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun.
Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn. Slóð á efni frá ÍSÍ varðandi kynferðislegt áreiti og ofbeldi http://isi.is/fraedsla/kynferdislegt-areiti-og-ofbeldi/