Viðbrögð við óveðri

Viðbrögð við óveðri!

  • Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri sem gæti haft áhrif á íþróttastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.
  • Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.
  • Leiðbeiningar þessar eiga við „yngri börn“, það er börn yngri en 12 ára. Athugið að hér er aðeins um viðmið að ræða sem er háð mati foreldra eða forráðamanna.

Gul viðvörun / Appelsínugul viðvörun:

  • Foreldrar og forráðamenn leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni á æfingar og af æfingum. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum frá þjálfurum félagsins í Abler um hvort æfing falli niður.
  • Frístundaakstur barna í 1-4. bekk getur jafnvel fallið niður sem hefur áhrif á æfingar.
  • Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki æfingar vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna viðkomandi þjálfara um það og litið er á það sem eðlileg forföll.
  • Rétt er að hafa í huga að oft getur veðrið verið misjafnt í Reykjanesbæ og einnig hvort að iðkendur komi lengra frá.

Rauð viðvörun:

  • Þegar rauð viðvörun er í gildi þá aflýsum við æfingum og íþróttastarfi í yngri flokkum félagsins.

Hér má sjá tengil á bækling Almannavarna um óveður /media/1/vedurbaeklingur-almannavarna.pdf