Fréttir

Aðalstjórn | 13. ágúst 2021

Upplýsingar um skráningar- Sportabler tekur við skráningum í öllum deildum

Nú eru skráningar að hefjast fyrir veturinn í deildum hjá okkur.  Deildir munu svo auglýsa sérstaklega þegar skráningar hefjast í hverri deild.  Við höfum tekið í gagn nýtt skráningarforrit í Keflavík sem heitir Sportabler og munu skráningar og samskipti fara í gegnum það. Foreldrar þurfa að  sækja sér  Sportabler appið.  Ef það koma upp vandræði með skráningu, þá er mikilvægt að hafa samband við þjónustuver Sportabler í gegnum netspjallið eða í gegnum sportabler@sportabler.com

 Hér eru upplýsingar varðandi nýskráningu og hvernig á að kaupa námskeið í Sportabler:

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000345966-n%C3%BDskr%C3%A1ning-%C3%AD-sportabler

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000346148-kaupa-aefingagj%C3%B6ld-n%C3%A1mskei%C3%B0-%C3%AD-gegnum-vefverslun

Hvatagreiðslur

Við viljum sérstaklega minna foreldra og forráðamenn að nýta sér hvatagreiðslur Reykjanesbæjar þegar gengið er frá æfingagjöldum.  Það þarf að gerast í kaupferlinu og þá er mikilvægt að hakað sé við JÁ í skrefi 2, sjá mynd og auðkenna sig með rafrænum hætti.

  • Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar frá og með áramótum 2021 og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur á þessu ári val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjaldinu.  Það er á ábyrgð forráðamanna að nýta sér hvatagreiðslurnar og athugið að greiðslurnar eiga eingöngu við þá sem eru með lögheimili í Reykjanesbæ.
  • Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar   Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
  • Hvatagreiðsla fyrir árið 2021 er 40.000 kr. og er hún alltaf tengd skráningum hverju sinni.