Fréttir

Sveindís Jane og Sara Rún eru knattspyrnu og körfuboltakonur 2021
Aðalstjórn | 16. desember 2021

Sveindís Jane og Sara Rún eru knattspyrnu og körfuboltakonur 2021

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið valin knattspyrnukona ársins 2021 af Knattspyrnusambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Sveindís fær þessa viðurkenningu.  Sveindís er fædd árið 2001  en lék sitt fyrsta tímabil með Keflavík í Lengjudeild kvenna 2015 og ári seinna, 2016 skoraði hún 27 mörk í 19 leikjum.  Það var kom fljótt í ljós að Sveindís var gædd gífurlegum hæfileikum og heldur stjarna hennar áfram að rísa.

Sveindís skoraði flest mörk fyrir íslenska landsliðið á árinu, eða fjögur.  Hún hefur virkilega sannað sig sem ein af lykilleikmönnum landsliðsins þrátt fyrir ungan aldur.  Á síðasta tímabili lék hún með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá Wolfsburg.  Hún er núna snúin til Wolfsburg og verður spennandi að fylgjast með henni þar með einu besta félagsliði Evrópu.

Innilegar hamingjuóskir til þín Sveindís Jane

Sara Rún Hinriksdóttir hefur verið valin körfuboltakona ársins 2021 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu.  Sara er fædd árið 1996 og hóf sinn mfl. feril 2011 með Keflavík og varð fljótt ein af lykilleikmönnum liðsins þrátt fyrir ungan aldur.

Á síðasta tímabili lék Sara hér heima með Bríeti systir sinni í Haukum.   Hún var svo valinn besti leikmaður Domino's deildarinnar að tímabilinu loknu.

Eftir tímabilið gekk  Sara í raðir Phoenix Constanta í Rúmeníu og er þar meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar núna.  Að sjálgsögðu er Sara ein af lykilleikmönnum íslenska landsliðsins okkar í körfubolta og hefur sannað sig sem ein besta körfuboltakona landsins.

Innilegar hamingjuóskir til þín Sara Rún

Við hjá Keflavík erum svo sannarlega stolt af þeim báðum og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að eiga svo öflugar konur og fyrirmyndir sem eru með þeim bestu í sinni íþrótt. 

 

Myndasafn