Fréttir

Aðalstjórn | 25. apríl 2023

Stökkmót Keflavíkur

Stökkmótaröðin í atrennulausum stökkum og hástökki með atrennu

 

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag auglýsir

 

Stökkmót Keflavíkur í öldungaflokkum karla og kvenna

 

laugardaginn 27. maí 2023 í Blue-höllinni við Sunnubraut í Keflavík og hefst mótið kl. 11:00

 

Keppnisgreinar eru sem hér segir:

 

Hástökk, langstökk og þrístökk án atrennu

og hástökk með atrennu

 

Öldungaflokkar í frálsum íþróttum eru sem hér segir:

Konur: 30 – 34 ára, 35 – 39 ára o.s.frv.

Karlar: 35 – 39 ára, 40 – 44 ára o.s.frv.

Flokkur miðast aldur á mótsdegi.

 

Skráning í mótið fer fram á mótsstað. Þátttökugjald er kr. 2.000. sem greiðist með peningum á staðnum. Skráning hefst kl. 10:30, salurinn opnar fyrir upphitun kl. 10:30 og sjálf keppnin hefst kl. 11:00. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og verða þeir sendir verðlaunahöfum við fyrsta tækifæri. Einnig fá keppendur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

 

Keflavík hvetur eldra frjálsíþróttafólk sem og aðra þá sem stunda almenna hreyfingu til að taka þátt í Stökkmóti Keflavíkur 2023. Því fleiri þátttakendur – því skemmtilegra mót. Áhorfendur eru sérstaklega boðnir að koma og fylgjast með og er aðgangur ókeypis.