Fréttir

Aðalstjórn | 16. mars 2023

Opin kynningafundur um íþróttalýðháskóla í Danmörku

Opinn kynningarfundur verður haldinn í sal UMFÍ
Engjavegi 6, hús 3, 3ja hæð - 104 Reykjavík.
Mánudaginn 27. mars 2023 klukkan 16:30.

Þar verða kynntir möguleikar sem felast í því að fara í íþróttalýdháskólan í Sønderborg í Danmörku.
Fulltrúar frá skólanum verða á kynningarfundinum.

Ef þú mætir á kynninguna færðu 20% afslátt af skólagjöldum.

 

Á kynningunni verður sagt frá:

  • Aðstöðu skólans
    • fögunum sem eru í boði
    • Utanlandsferðunum
    • Kostnaðinum
    • Félagslífinu og auðvitað okkar reynslu af skólanum.
    • Bæklingar á Íslensku

Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk á aldrinum 18 ára og eldri. Skólarnir leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg er staðsettur í frábæru umhverfi rétt við landamæri Danmerkur og Þýskalands.

Íslensk ungmenni hafa um langt skeið sótt nám í lýðháskólann í Sønderborg og er samdóma álit þeirra að skólinn bjóði upp á skemmtilegt nám. Dvölin í skólanum hafi verið frábær upplifun og góður skóli í lífinu.

Skólinn leggur áherslu á samveru, félagsskap og þáttöku, en fyrir þá sem hafa æft íþróttir lengi og vilja ná árangri býr skólinn yfir frábærri aðstöðu sem nemendur mega líka nota í sínum frítíma. Skólinn er fyrir alla þá sem langar að prófa nýjar íþróttir, ferðast, kynnast nýju fólki og stíga aðeins út fyrir þægindarammann!

 

Okkur hlakkar til ad sjá ykkur öll þetta kvöld.