Fréttir

Már Gunnarsson annar tveggja íþróttamanna ársins hjá ÍF
Aðalstjórn | 16. desember 2021

Már Gunnarsson annar tveggja íþróttamanna ársins hjá ÍF

Már Gunnarsson er íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Hann hefur átt mjög gott ár og tók þátt á Special Olympics fyrr á þessu ári.  Hann er fæddur 1999 og hefur einnig verið þekktur fyrir undurfagran söng og skemmtileg viðtöl

Tekið af síðu hjá ÍF

"Í fyrsta sinn í sögu ÍF hljóta tveir íþrótta­menn nafn­bót­ina íþróttamaður árs­ins en sund­menn­irn­ir Már Gunn­ars­son úr ÍRB og Ró­bert Ísak Jóns­son úr SH deila henni með sér. Stjórn ÍF komst að þeirri niður­stöðu að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra en Már setti þrett­án Íslands­met á ár­inu 2021 og Ró­bert tólf.

Már, sem er 22 ára og kepp­ir í flokki blindra, setti heims­met í 200 metra baksundi í apríl og keppti síðan í fjór­um grein­um á Para­lympics í Tókýó. Þar náði hann best fimmta sæti í 100 metra baksundi."

Til hamingju Már

Við hjá Keflavík erum afar stolt af Má og hans árangri.

 

Myndasafn