Már Gunnarsson annar tveggja íþróttamanna ársins hjá ÍF
Már Gunnarsson er íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Hann hefur átt mjög gott ár og tók þátt á Special Olympics fyrr á þessu ári. Hann er fæddur 1999 og hefur einnig verið þekktur fyrir undurfagran söng og skemmtileg viðtöl
Tekið af síðu hjá ÍF
"Í fyrsta sinn í sögu ÍF hljóta tveir íþróttamenn nafnbótina íþróttamaður ársins en sundmennirnir Már Gunnarsson úr ÍRB og Róbert Ísak Jónsson úr SH deila henni með sér. Stjórn ÍF komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra en Már setti þrettán Íslandsmet á árinu 2021 og Róbert tólf.
Már, sem er 22 ára og keppir í flokki blindra, setti heimsmet í 200 metra baksundi í apríl og keppti síðan í fjórum greinum á Paralympics í Tókýó. Þar náði hann best fimmta sæti í 100 metra baksundi."
Til hamingju Már
Við hjá Keflavík erum afar stolt af Má og hans árangri.