Fréttir

Keflavík og Grindavík
Aðalstjórn | 12. nóvember 2023

Keflavík og Grindavík

Það er óhætt að segja það að síðustu dagar hafa verið erfiðir hér á Reykjanesinu og sérstaklega fyrir nágranna okkar í Grindavík þar sem búið að er rýma heilt bæjarfélag.

Við hjá Keflavík settum okkur strax í samband við framkvæmdarstjóra og yfirþjálfara deilda hjá Grindavík í gær og buðum fram aðstoð okkar.  Þeir þjálfarar hjá UMFG sem geta einnig mætt með iðkendum sínum á æfingar ef þess er kostur.  Það er nokkuð ljóst að það eru sennilega margar fjölskyldur sem dvelja hér í bæjarfélaginu núna og okkar dyr standa opnar fyrir iðkendur Grindavíkur sem stunda íþróttir og eru þið öll velkomin á æfingar hjá Keflavík.  Þess má geta að Keflavík er í samtarfi með Reyni, Víði og Njarðvík í stúlknaflokkum í knattspyrnu og með Reyni og Víði í 2. flokki karla og kvenna.

Hér má finna æfingatöflur hjá deildum okkar og ef það eru einhverjar spurningar þá má endilega senda á hjordis@keflavik.is 

Við vonum svo sannarlega að allt fari á besta veg og lífið fari í eðlilegan farveg á endanum.  Í íþróttasamfélaginu erum við öll ein fjölskylda og stöndum saman þegar á reynir.  Hugur okkar er hjá fólkinu í Grindavík á þessum óvissutímum