Keflavík kveður Einar sem framkvæmdarstjóra
Í dag kveður Keflavík framkvæmdarstjórann okkar Einar Haraldsson. Einar hefur starfað hjá Keflavík síðustu 30 ár við góðan orðstír og hefur átt góðan og farsælan starfsferil hjá félaginu. Hann hefur reynst félaginu svo sannarlega vel í gegnum árin og starfað af heilindum fyrir Keflavík.
Við hjá Keflavík þökkum Einari innilega fyrir hans störf fyrir félagið okkar.
Áfram Keflavík