Fréttir

Íþróttakarl og -kona Keflavíkur 2022
Aðalstjórn | 2. janúar 2023

Íþróttakarl og -kona Keflavíkur 2022

 Í hófi þann 30. desember var íþróttakarl og -kona hverrar deildar innan Keflavíkur heiðruð að því loknu var íþróttakarl og -kona Keflavíkur 2022 útnefnd þau:


Hörðu Axel Vilhjálmsson körfuknattleiksmaður og Eva Margrét Falsdóttir sundkona.

Aðalstjórn Keflavíkur óskar öllum þeim sem voru tilnefndir og að sjálfsögðu íþróttakarli og konu Keflavíkur 2022 innilega til hamingju.
Hörður Axel var fjarverandi því ekki mynd en kemur síðar

Íþróttamenn deilda Keflavíkur 2022 

Knattspyrnukarl:               Ignacio Heras Anglada

Valinn leikmaður ársins í meistaraflokki karla. Frábær leiðtogi bæði innan og utan vallar og átti stóran þátt í þeim árangri sem liðið náði í deildarkeppni. 

Knattspyrnukona:             Caroline Van Slambrouck

Caroline kom  til Keflavíkur á síðasta ári og skrifaði undir 2 ára samning.   Hún stóð sig frábærlega í sumar.  Hún hefur verið hér á Íslandi áður en hún spilaði með ÍBV 2017-2019
Caroline  spilaði 17 leiki í Bestu deildinni og skoraði 2 mörk í sumar.  Hún þjálfar yngri flokka hjá Keflavík 

Körfuknattleikskarl:                   Hörður Axel Vilhjálmsson 

Leikmaður ársins fyrir tímabilið 2021-2022. Er fyrirliði og leikstjórnandi. Afar mikilvægur hlekkur í liðinu. Hörður þjálfar líka meistaraflokka kvenna í körfuknattleik sem eru í toppsæti deildarinnar. Bæði lið eru komin i 4ra liða úrslit og eru á leið í Höllina í janúar. Hörður sér einnig um afreksstarf yngri flokka. Býr til sérhæfð prógrömm fyrir hvern og einn iðkanda sem er valinn í afreksprógrammið. Hann er mikil og góð fyrirmynd yngri og eldri leikmanna um allt land og sækjast leikmenn í að fá að æfa með honum og/eða fá þjálfun. Hörður gegnir mikilvægu hlutverki í A-landsliði karla sem eru komnir í undankeppni fyrir HM 2023! Hörður þykir ekki aðeins mikilvægur leikmaður á vellinum heldur einnig á bekknum. Hörður rifbeinsbrotnaði í haust og tvísýnt um það hvort hann gæti spilað með en Greg landsliðsþjálfari bað hann sérstaklega um að koma með liðinu út honum til halds og traust bæði fyrir andann í liðinu og sem ráðgjafi í leik.  Við gætum verið að horfa á framtíðar landsliðsþjálfara A-landliðs. 

Körfuknattleikskona:        Anna Ingunn Svansdóttir 

Leikmaður ársins fyrir tímabilið 2021-2022. Er lykilleikmaður meistaraflokks kvenna. Góð fyrirmynd innan vallar og utan. Þjálfar  3.og 4. bekk stúlkna sem sjá ekki sólina fyrir henni. Afar dýrmætt fyrir framtíð kvennakörfunnar í Keflavík að fá að æfa íþróttina hjá fyrirmyndinni sinni. Anna Ingunn kom inn sem nýliðið í A-landslið kvenna í nóvember 2021. Hún átti stóran þátt í sigri Íslands gegn Rúmeníu í fyrsta leik þeirra í undankeppni fyrir EM. En hún var næst stigahæst í þeim leik. 

Fimleikakarl:                      Heiðar Geir Hallsson 

Heiðar Geir Hallsson hefur æft áhaldafimleika frá 2014, skiptir svo yfir í hópfimleika janúar 2022. Nær skjótum framförum og er byrjaður að keppa með hópnum sínum aðeins mánuði seinna. Hann er lykilmaður í Keflavíkurliðinu á þeim mótum sem þau tóku þátt í. Á vormánuðum var hann valinn í drengjalandslið Íslands í hópfimleikum. Hann fór með liðinu út til Lúxemborgar í september og keppir þar á Evrópumeistaramóti. Þar var Heiðar Lykilmaður í liðinu og skilar öllu sínu af miklum sóma. Liðið endar í 5.sæti. Heiðar hefur mikinn metnað fyrir því sem hann tekur sér fyrir hendur hvort sem það eru í íþróttum eða öðru. Mikil fyrirmynd inn í salnum. Heiðar á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og setur markið enn lengra í hópfimleikum. 

Fimleikakona:                    Katrín Hólm Gísladóttir 

Katrín Hólm Gísladóttir hefur æft fimleika með Keflavík frá unga aldri. Hefur náð miklum framförum á árinu og hefur hún stigið skrefinu lengra í metnaði, áhuga og vilja. Katrín leggur sig alla fram á æfingum og uppsker eftir því. Katrín var valin í æfingahóp Íslenska stúlkna landsliðsins á vormánuðum en datt út við síðasta niðurskurð. Katrín var lykilmaður á tímabilinu hjá liði sínu í Keflavík. Hún er sannur Keflvíkingur, lætur fátt stoppa sig við að taka þátt í starfi innan deildarinnar hvort sem það er að þjálfa, sjá um jólasýningu eða önnur tilfallandi verkefni. Alltaf er hún jákvæð, hvetjandi og mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Katrín setur markið hátt 

Sundkarl:                            Stefán Elias Berman 

Stefán Elías Berman er sundmaður Keflavíkur. Þrátt fyrir að hafa æft sund eingöngu í fjögur ár er Stefán kominn í fremstu röð íslenskra sundmanna í 50, 100 og 200 metra skriðsundi. hann vann silfurverlaun í 100 metra skriðsundi á ÍM 25 og er í stöðugri framför 

Sundkona:                           Eva Margrét Falsdóttir 

Eva Margrét Falsdóttir keppti með unglingalandsliði SSÍ á Glasgow Open í apríl og á Evrópumeistaramóti unglinga í Rúmeníu í júlí. Hún vann til níu Íslandsmeistaratitla á árinu, fjögurra titla á ÍM 50 og fimm titla á á ÍM 25. Hún varð jafnframt sjöfaldur unglingameistari á ÍM 25.  Hún er sá sundmaður ÍRB sem vann til langflestra titla á árinu 2022. Hún var valin til þátttöku á Norðurlandameistaramótinu sem haldið var nú í desember. Í lok árs náði hún lágmörkum inn í unglingalandsliðshóp sem heldur í æfingabúðir til Tyrklands í febrúar.
Náði inn í A-landslið Íslands á árinu. 

Taekwondokarl:                 Þorsteinn Helgi Atlason 

Þorsteinn er einn af duglegustu og virkustu iðkendum taekwondo deildarinnar. Hann mætir á allar æfingar og aukaæfingar ásamt því að keppa á öllum mótum sem honum býðst. Hann vann Bikarmeistara og Íslandsmeistaratitil í A flokki unglinga á árinu. Þorsteinn er aðstoðarþjálfari fyrir taekwondo deildina og sinnir því með miklum sóma.
Þorsteinn var valinn í unglingalandslið Íslands í bardaga 2022. Hann sinnir þeirri skyldu með miklum sóma og stefnir langt í framtíðinni. 

Taekwondokona:               Julia Marta Bator 

Júlia hefur verið einstaklega dugleg að mæta á æfingar og aukaæfingar á árinu ásamt því að taka þátt á öllum mótum taekwondo sambandsins þar sem hún er iðulega efst á verðlaunapallinum. Hún er með efnilegri stúlkum á landinu og stefnir langt í íþróttinni. Hún vann samtals þrjá íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil á árinu. 

Blakkarl:                             Davíð Freyr Sveinsson 

Davíð sýnir mikinn áhuga og metnað að byggja upp karlaliðið og á æfingum. Er með frumkvæði, góða framkomu, fyrirmynd og er góður liðsfélagi. 

Blakkona:                                     Auður Eva Guðmundsdóttir

Auður sýnir mikinn áhuga og metnað að byggja upp kvennaliðið og á æfingum. Er með frumkvæði, góða framkomu, fyrirmynd og er góður liðsfélagi. 

Skotkarl:                             Jóhannes Frank Jóhannesson 

Aðalgreinin sem Jói stundar í skotfimi er Centerfire Bench Rest þar sem færin eru 100 til 300 metrar. Er mjög iðinn við að mæta á æfingar og ósjaldan sem maður sér hann á „sínum“ stað í riffilhúsinu á hafnarheiðinni. Hleður sín skot sjálfur jafnóðum og hann æfir og tekur með sér mikið af græjum til að stunda greinarnar sínar af þeirri nákvæmni sem ber til að ná árangri. Búnaðurinn og græjurnar sem til þarf kosta skildinginn og þurfa mikla umönnun til að viðhalda góðum árangri. Hann er einn iðnasti Bench Restarinn sem við Íslendingar eigum og fer reglulega erlendis til æfinga og keppna.  Jói varði Íslandsmeistaratitilinn sinn frá fyrra ári í Bench-Rest 100-200 metrum. Á 100 metra færinu var Jói með fullt hús stiga eða 250stig og með 23 innri tíur (10X-ur) en það er hæsta skor sem skorað hefur verið á Íslandi í greininni. Á 200 metrum var skorið 248 stig og 7 innri tíur. Samtals með skor upp á 498 stig og 30 x-ur. Keppti á Europian Championsship í október í Frakklandi- Bench Rest 100, 200 og 300 metrar. Endaði í 15. Sæti af 81 keppendum. Keppti einnig á Kelbly´s Super Shoot no 48 -Ohio USA í Maí þar sem 200 keppendur tóku þátt.  

Skotkona:                            Birgitta Fanney Bjarnadóttir 

Er topp íþróttamanneskja, hún hefur stundað æfingar í íþróttaskotfimi í loftriffli af og til í síðustu 4 ár, en vegna mikilla anna í öðrum íþróttum og tómstundum hefur skotfimin ekki verið í hæsta forgangi. Allt sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún 100% og væri mikill fengur ef hún setti skotfimina í hærri forgang. Hún er fyrirmynd fyrir allt íþróttafólk og henni gengur vel að ná árangri í því sem hún leggur fyrir sig, hlustar til að læra, spyr þegar hún er óviss og er aldrei með fordóma. Hún leiðbeinir öðrum þegar hún sér þörf á því og hefur einstaklega góða nærveru. Tók þátt í sínu fyrsta loftrifflamóti í nóvember sem var meðal annars fyrsta Loftmótið á skotárinu sem var að hefjast og líkur í maí 2023. Hún var í fyrsta sæti í unglingaflokki stúlkna í loftriffli með skor upp á 385,5 stig. Birgitta er því miður vant við látin í kvöld og tekur Jónas varaformaður skotdeildarinnar við viðurkenningunni. 

 

Myndasafn