Fréttir

Íþróttafólk Keflavíkur 2024
Aðalstjórn | 6. janúar 2025

Íþróttafólk Keflavíkur 2024

Nú er komið að því að veita viðurkenningar fyrir Íþróttafólk Keflavíkur og svo í framhaldi Reykjanesbæjar.    Viðburðurinn verður haldinn hátíðalega sameiginlega með UMFN og Reykjanesbæ í Hljómahöllinni þann 12. Janúar og hefst kl. 17:00 ( húsið opnar 16:30)

Við eigum fjöldann allan af Íslands eða Bikarmeisturum á liðnu ári, m.a var kvennalið Keflavíkur í körfu, deildar – bikar og Íslandsmeistari.  Karlalið Keflavíkur í körfu varð bikarmeistari.

Við eigum  11 einstaklinga í sundi sem unnu fjölmarga titla á liðnu ári.  Það voru 26 einstaklingar úr Taekwondo sem unnu einnig titla á liðnu ári.  Einnig áttum við 3 einstaklinga úr Skotdeild sem urðu Íslandsmeistarar á árinu.  Það er því glæsilegur árangur að baki hjá okkar iðkendum á liðnu ári og ástæða til að fara full bjartsýn á árangur á nýju ári.