Fréttir

Aðalstjórn | 19. október 2021

Hvatningarverðlaun UMFÍ

Nú um helgina fór fram sambandsþing UMFÍ á Húsavík og fóru fulltrúar okkar félags á þingið og tóku þátt.  Það er afar skemmtilegt að segja frá því að félögin Keflavík og Njarðvík hlutu þar hvatningarverðlaun UMFÍ.  

Samstarfsverkefni Keflavíkur og UMFN

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur sameinuðu krafta sína til að auka þátttöku barna með mismunandi stuðningsþarfir og buðu upp á sameiginlegt námskeið í knattspyrnu og körfubolta. Þetta verkefni er meðal annars afrakstur af samfélagsverkefninu Allir með í Reykjanesbæ þar sem stuðlað er að jöfnum tækifærum barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi. Það er einkar ánægjulegt að sjá stór og öflug félög vinna saman að sameiginlegum markmiðum.

Hér má sjá mynd af Einari Haraldssyni formanni Keflavíkur og Ólafi Eyjólfssyni formanni UMFN taka á móti viðurkenningum fyrir hönd félaganna.