Heppinn tippari tók 13 rétta í lok ársins.
Getraunir geta gefið vel af sér og ef þú merkir við 230 þá ert þú að styrkja Keflavík.
Óskum heppnum tippara sem tippaði á miðvikudagsseðilinn 29. desember til hamingju.
Hann notið sparnaðarkerfið S 128 en það eru 10 tvítryggingar og þrír fastir leikir.
Miðinn kostar 1920 kr.
Hann gerði sér litið fyrir og var með þrettánrétta sem skiluðu honum 966.490 kr. góð ávöxtun þar á ferðinni.
Hann var eini Íslendingurinn sem náði þessum árangri.
Við óskum honum en og aftur til hamingju með vinninginn en hann vill ekki láta nafn síns getið
en er mikil stuðningsmaður Keflavíkur.
Einar Haraldsson
formaður Keflavíkur