AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR
Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags er í kvöld miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:00
í félagsheimili okkar að Sunnubraut 34 efri hæð.
Venjuleg aðafundarstörf.
Dagskrá aðalfundar:
- Fundarsetning.
- a) Kosinn fundarstjóri b) Kosinn fundarritari.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
- Formaður félagsins leggur fram skýrslu aðalstjórnar um starfsemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
- a) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. b) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
- Ávörp gesta
- Lagðir fram reikningar fastra nefnda til samþykktar.
- Lagabreytingar sbr. 7. gr. og 10. gr.
- Kaffi hlé.
- Kosinn formaður til eins árs.
- Kosnir 2 menn í stjórn til tveggja ára.
- Kosnir 3 menn í varastjórn til eins árs.
- Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
- Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
- Ákveðið félagsgjald.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Einar Haraldsson formaður.