Fréttir

AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR 2024
Aðalstjórn | 19. febrúar 2024

AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR 2024

Aðalfundur Keflavíkur 2024

 

Aðalfundar Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fer fram í köld mánudaginn 19. febrúar kl. 19:00

í félagsheimili okkar að Sunnubraut 34 efri hæð.

Venjuleg aðafundarstörf.

 

Dagskrá aðalfundar:

  1. Fundarsetning.
  2. a) Kosinn fundarstjóri  b) Kosinn fundarritari.
  3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
  4. Formaður félagsins leggur fram skýrslu aðalstjórnar um starfsemi og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  5. a) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar.  b) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
  6. Ávörp gesta
  7. Lagðir fram reikningar fastra nefnda til samþykktar.
  8. Lagabreytingar sbr. 7. gr. og 10. gr.
  9. Kaffi hlé.
  10. Kosinn formaður til eins árs.
  11. Kosnir 2 menn í stjórn til tveggja ára.
  12. Kosnir 3 menn í varastjórn til eins árs.
  13. Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
  14. Kosning fastra nefnda er aðalfundur ákveður.
  15. Ákveðið félagsgjald.
  16. Önnur mál.
  17. Fundarslit.

Úr lögum félagsins

Aðalfundur félagsins.

 

  1. gr.

Framboð til formanns skal berast skrifstofu félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund félagsins. Komi fleiri en eitt framboð til formanns þá skal kosið á milli þeirra sem hafa gefið kost á sér. Ekki er heimilt að koma með tillögur um formann á aðalfundi.

 

  1. gr.

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málum þess.  Skal hann haldinn eigi síðar en 1. mars ár hvert.  Auglýsa skal aðalfundinn opinberlega á heimasíðu félagsins með minnst 2 vikna fyrirvara. Í aðalfundarboði skal kynna dagskrá, fundartíma og fundarstað. Þá skal geta sérstaklega í fundarboði hvenær frestur til að skila inn framboði til formanns rennur út. Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.

Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund.  Heimilt er þó að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykkir.