Fréttir

AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR 2023
Aðalstjórn | 16. febrúar 2023

AÐALFUNDUR KEFLAVÍKUR 2023

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn miðvikudaginn 15. febrúar.

Einar Haraldsson var sjálfkjörinn formaður og Birgir Már Bragason og Björg Hafsteinsdóttir voru kjörinn til tveggja ára inn í stjórn. Jónína Steinunn Helgadóttir, Sveinbjörg Sigurðardóttir og Garðar Örn Arnarson voru kjörin í varastjórn. Fyrir eru þau Garðar Newman og Eva Börk Sveinsdóttir.

Tímamót urðu á fundinum þegar Kári Gunnlaugsson, sem setið hefur í aðalstjórn Keflavíkur frá upphafi eða í 29 ár og þar af sem  varaformaður í 25 ár, gaf ekki áfram kost á sér í stjórn félagsins.  Það verður fullþakkað það starf sem Kári hefur innt af hendi fyrir félagið.  

Fyrir sín störf og framlag var Kára Gunnlaugssyni  veitt gullheiðursmerki  Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.  Kári hefur starfað lengi fyrir íþróttahreyfinguna.  Hann þjálfaði yngri flokka KFK og sat í knattspyrnuráði ÍBK frá 1985 til 1989. Árið 1991 var hann kjörin formaður KFK og var síðasti formaður Knattspyrnufélags Keflavíkur og leiddi með fleirum sameiningu sex félaga undir merkjum Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags í júní árið 1994. 

Kári og Einar

Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, afhenti Kára gullheiðursmerkið og þakkaði honum sérstaklega fyrir samstarfið í gegnum árin. Þeir Einar og Kári hafa fylgst að í gegnum árin en þeir voru formenn tveggja félaga af þeim sex sem stofnuðu Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag fyrir að verða 30 árum.

Aðrar viðurkenningar sem veittar á aðalfundinum voru:

Silfurheiðursmerki:

Kristján Helgi Jóhannsson

Kristján

Starfbikar Keflavíkur:

Ingvar Georgsson

Ingvar og Einar

Starfmerki UMFÍ:

Benedikta Benediktsdóttir, Björgvin Magnússon, Guðrún Jóna Árnadóttir og Ragnar Frans Pálson

umfi

 

Myndasafn