Aðalfundur 2021
Aðalfundur Keflavíkur var haldin þann 23. febrúar. Ákveðið var að streyma fundinum en jafnframt bjóða alla áhugasama gesti velkomna.
Fundurinn fór fram með hefbundnum hætti og var Sigurður Garðarsson fundarstjóri og Eva Sveinsdóttir fundarritari. Ánægjulegt að segja frá því að engar breytingar urðu á stjórn og var Einar Haraldsson sjálfkjörinn formaður áfram og Kári Gunnlaugsson og Birgir Már Bragason voru kosnir til 2 ára.
Gullmerki UMFÍ voru afhent þeim Bjarney S. Snævarsdóttir og Sveini Adolfssyni.
Bjarney sat í stjórn sundeildar Keflavíkur í 5 ár og svo í 17 ár í aðalstjórn og þar af 6 ár sem ritari . Einnig hefur Bjarney setið í stjórn Sundsambands Íslands í 5 ár og í stjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar í 5 ár.
Sveinn sat í aðalstjórn félagsins í 20 ár. Á fyrri árum sat Sveinn í stjórn Knattspyrnufélags Keflavíkur ( KFK) og Íþróttabandalags Keflavíkur ( ÍBK) og var formaður unglingaráðs knattspyrnunnar.
Þau Bjarney og Sveinn eru svo sannarlega miklir Keflvíkingar og hafa reynst félaginu afar vel. Það var Jóhann Steinar Ingimundarson varaformaður UMFÍ sem afhenti þeim gullmerki UMFÍ.
Bjarney, Sveinn og Jóhann Steinar frá UMFÍ við afhendingu gullmerkis
Einnig voru veitt starfsmerki UMFÍ á fundinum og þau hlutu: Hilmar Örn Jónasson- Sunddeild, Guðný Magnúsdóttir- Sunddeild og Jónas Andrésson- Skotdeild
Hilmar hefur starfað innan sunddeildar lengi og setið í stjórn í 10 ár, þar af 6 ár sem formaður. hann situr í stjórn Sundsambands Íslands.
Guðný hefur líka starfað lengi innan sunddeildarinnar og setið 10 ár í stjórn og þar af 5 ár sem ritari.
Jónas hefur starfað innan skotdeildarinnar lengi og er hefur setið í stjórn þar í 11 ár sem varaformaður.
Þau eru öll sannir Keflvíkingar og hafa reynst félaginu sínu vel og unnið óeigingjarnt sjálfboðastarf.
Starfsbikar Keflavíkur fyrir árið 2020 hlaut Einar Skaftason. Hann hefur unnið mikla sjálfboðaliðavinnu fyrir körfuknattleiksdeildina og er ávalt boðinn og búinn að koma og leggja deildinni lið. Það er sennilega ekkert verkefni sem hann hefur ekkert sinnt þegar kemur að undirbúningi leikja, alltaf klár í það sem fellur til, vera kústinum, kynnir, stjórna tónlistinni, uppsetning skilta eða vera á ritaraborði. Einnig hefur Einar verið til taks fyrir KKÍ hvað varðar landsleiki. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa mann eins og Einar innan okkar raða. Hann er svo sannarlega sannur Keflvíkingur.
Hér má sjá Einar Skaftason og Einar Haraldsson formann Keflavikur með Starfsbikarinn 2020
Fundurinn var annars mjög góður og mikið starf hefur verið unnið í félaginu á annars erfiðu ári þar sem heimsfaraldur hefur sett nánast allt starf á hliðina. Það má með sanni segja að allir sem starfa innan Keflavíkur, sjálfboðaliðar, starfsfólk, stjórnarfólk, þjálfarar og iðkendur hafi unnið mikið þrekvirki og komist áfram á jákvæðni sem hefur einkennt okkur. Félagið er afar stolt af sínu fólki í öllum deildum. Árið 2021 byrjar vel og vonumst við til að það verði okkur öllum mun eðlilegra og farsælla en 2020 reyndist.
Þess má geta að skýrsla og reikningar verða svo aðgengileg á heimasíðunni
Áfram Keflavík