Fréttir

AÐALFUNDIR DEILDA KEFLAVÍKUR ÁRIÐ 2022
Aðalstjórn | 10. janúar 2022

AÐALFUNDIR DEILDA KEFLAVÍKUR ÁRIÐ 2022

 

 

AÐALFUNDIR DEILDA KEFLAVÍKUR ÁRIÐ 2022

 

 

Deild                               Dagsetning                 Tímasetning        Staðsetning

Skotdeild                    mánudaginn 17.           janúar kl. 20,00  Sunnubraut 34

Badmintondeild         miðvikudaginn 19.        janúar kl. 20,00  Sunnubraut 34
 

Blakdeild                    fimmtudaginn 20.        janúar kl. 20,00  Sunnubraut 34
 

Sunddeild                  mánudaginn 24.            janúar kl. 20,00  Sunnubraut 34
 

Körfuknattleiksdeild þriðjudaginn 25.           janúar kl. 20,00  Sunnubraut 34

Fimleikadeild            miðvikudaginn 26.        janúar kl. 19,00  Akademíunni


Taekwondo                fimmtudaginn 27.        janúar kl. 18,00  Sunnubraut 34
 

Rafíþróttadeild          laugardaginn 29.          janúar kl. 14,00  Sunnubraut 34

Knattspyrnudeild      mánudaginn 31.           janúar kl. 20,00  Sunnubraut 34

 

        

Hægt er að nálgast lög félagsins á heimasíðunni.  http://www.keflavik.is/upplysingar/log-felagsins/

 

 

Aðalfundir deilda.

  1. gr.

Framboð til formanns skal berast skrifstofu félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund deildarinnar. Komi fleiri en eitt framboð til formanns þá skal kosið á milli þeirra sem hafa gefið kost á sér. Ekki er heimilt að koma með tillögur um formann á aðalfundi deildarinnar.

  1. gr.

Aðalfundir deilda félagsins skulu haldnir eigi síðar en 1. febrúar ár hvert. Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar, 16 ára og eldri  hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar. Til aðalfundar deildarinnar skal boðað með viku fyrirvara með auglýsingu opinberlega á heimasíðu félagsins. Í aðalfundarboði skal kynna dagskrá, fundartíma og fundarstað. Þá skal geta sérstaklega í fundarboði hvenær frestur til að skila inn framboði til formanns rennur út. Aðalfundur deildar er löglegur ef löglega er til hans boðað.

 

  1. gr.

Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir:

  1. Fundarsetning.
  2. a) Kosinn fundarstjóri
  3. b) Kosinn fundarritari.
  4. Fundargerð síðasta aðalfundar skal leggja fram.
  5. Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar um starfssemina á liðnu starfsári.
  6. Gjaldkeri deildar leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár.
  7. Ávörp gesta.
  8. Kosningar:
  9. a) Kosinn formaður til eins árs.
  10. b) Kosnir 2 meðstjórnendur til tveggja ára.
  11. c) Kosnir 3 menn í varastjórn.
  12. d) Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
  13. e) Kosið í nefndir og ráð sem aðalfundur ákveður.
  14. Ákveðið æfingargjald fyrir næsta starfsár.
  15. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
  16. Önnur mál.
  17. Fundi slitið.

Heimilt er að kjósa færri eða fleiri í stjórn deildar, enda hafi aðalstjórn félagsins samþykkt þá ráðstöfun fyrir aðalfund

deildarinnar.

 

  1. gr.

Á aðalfundi deildar ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórnar skal vera skrifleg ef þess er óskað. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið að nýju, bundinni kosningu. Verði þá atkvæði enn jöfn skal hlutkesti ráða.

 

Fh.aðalstjórnar Keflavíkur

Einar Haraldsson

formaður Keflavíkur