Fréttir

Framkvæmdir og ný regla
Skotdeild | 16. júní 2013

Framkvæmdir og ný regla

Framkvæmdir eru hafnar við riffilhúsið og viljum við árétta við menn að ganga vel um í kring um þessar framkvæmdir, en stefnt er að því að steypa næsta þriðjudag, eða fimmtudag. Gengið verður út um innkomuhurðina því við höfum lokað hliðarhurðinni eins og er. Ef menn geta ekki gengið út á svæðið til að hengja upp skotmörk þá er jeppafæri fyrir neðan grunnin. Gott er að menn sýni extra aðgátt vegna þessa og fylgjist vel með hvað er að gerast úti og inni. Við höfum keypt vesti sem allir eiga að fara í þannig að þeir séu sýnilegir úti á svæði. 10 vesti eru á svæðinu og 10 til viðbótar eru á leiðinni í stærri stærð. Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi að menn eiga að fara út í þessum vestum, og er enginn undanskilinn. Kveðja Stjórnin.