Fréttir

Guðjón Árni í Keflavík
Knattspyrna | 8. nóvember 2014

Guðjón Árni í Keflavík

Guðjón Árni Antoníusson er  genginn til liðs við Keflavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.  Hann verður einnig heilsu- og þrekþjálfari meistaraflokks karla.  Það þarf ekki að taka fram að þetta er mikil liðsstyrkur enda er Guðjón sterkur leikmaður og góður félagi.

Guðjón Árni er úr Garðinum og hóf feril sinn á heimaslóðum með Víði.  Hann skipti síðan í Keflavík og lék hér 2000-2011.  Guðjón Árni hefur leikið 170 deildarleiki með Keflavík og skorað í þeim 11 mörk.  Hann hefur einnig leikið 26 bikarleiki og skorað fjögur mörk.  Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006 og skoraði einnig í úrslitaleiknum gegn KR árið 2006.  Hann hefur einnig leikið 11 Evrópuleiki.  Guðjón lék með FH síðustu þrjú tímabil.  Hann hefur leikið einn A-landsleik.

Við bjóðum Guðjón Árna velkominn aftur og hlökkum til að sjá hann aftur í Keflavíkurtreyjunni.