Íþróttafólk Keflavíkur 2024
Síðasta sunnudag var Íþróttafólk Keflavíkur valið við hátíðlega athöfn í Hljómahöll. Þar tilnefdnu deildir okkar sítt fólk sem þótt hafa skarað fram úr á liðnu ári. Af þessum hóp var svo valinn íþróttamaður og kona Keflavíkur fyrir árið 2024. Það voru þau Jaka Brodnik og Thelma Dís Ágústsdóttir sem urðu hlutskörpust að þessu sinni.
Thelma Dís er lykilleikmaður í kvennaliði Keflavíkur sem varð bæði Bikar, deildar og Íslandsmeistari í Subway deild kvenna 2024. Hún kom tilbaka úr námi frá Bandaríkjunum árið 2023 þar sem hún vakti verðskuldaða athygli. Í lok tímabils var Thelma Dís valin í úrvalslið deildarinnar. Thelma Dís er ein besta skytta á landinu og nýlega jafnaði hún 20 ára gamalt met með því að skora 6 - 3ja stiga körfur í einum landsleik nú í nóvember. Thelma Dís var einnig valin Körfuknattleikskona KKÍ árið 2024.
Jaka Brodnik er framúrskarandi íþróttamaður og lykilpersóna í velgengni liðsins. Hann var ómissandi þáttur í að liðið varð bikarmeistari karla 2024 og sýndi einstaka frammistöðu í úrslitaleiknum, þar sem hann var verðskuldað valinn maður leiksins. Jaka sameinar óviðjafnanlegan árangur á vellinum við sterkan karakter, metnað og smitandi jákvæðni, sem gerir hann að ómetanlegri fyrirmynd fyrir liðsfélaga, yngri iðkendur og íþróttasamfélagið í heild. Með framlagi sínu hefur Jaka sett mark sitt á íþróttahúsið sem leiðtogi og innblástur.
Eftirfarandi afreksfólk var valið Íþróttafólk sinna deilda
Íþróttafólk Keflavíkur
Blakíþróttakona Keflavíkur 2024: Anastasia Druema
Blakíþróttamaður Keflavíkur 2024: Einar Snorrason
Fimleikakona Keflavíkur 2024: Guðlaug Emma Erlingsdóttir
Knattspyrnukona Keflavíkur 2024: Kristrún Ýr Hólm
Knattspyrnumaður Keflavíkur 2024: Ásgeir Orri Magnússon
Körfuknattleikskona Keflavíkur 2024: Thelma Dís Ágústsdóttir
Körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2024: Jaka Brodnik
Skotmaður Keflavíkur 2024: Björgvin Sigurðsson
Sundkona Keflavíkur 2024: Eva Margrét Falsdóttir
Sundmaður Keflavíkur 2024: Stefán Elías Berman
Taekwondokona Keflavíkur 2024: Júlía Marta Bator
Taekwondomaður Keflavíkur 2024: Jón Ágúst Jónsson
Við óskum þessu fólki innilega til hamingju með titilinn sinn og árangurinn á árinu.