Fréttir

Hlé á æfingum
Aðalstjórn | 14. október 2020

Hlé á æfingum

Tilkynning

 

Í ljósi stöðunnar um fjölgun fólks í sóttkví og smita á Suðurnesjum þá hefur Keflavík, Íþrótta og Ungmennafélag ákveðið að gera hlé á öllum æfingum í barna og unglingastarfi félagsins frá og með deginum í dag ( athugið engar æfingar í dag).  Þetta á við um allar deildir félagsins.   Gert er ráð fyrir að æfingar hefjist aftur 21.október nk. að loknu vetrarfríi skólanna. 

 

Við biðjumst velvirðingar á stuttum fyrirvara en hlutirnir eru fljótir að breytast á tímum Covid.

 

Við hvetjum alla til að huga að persónulegum sóttvörnum,andlegri og líkamlegri heilsu og fara eftir tilmælum yfirvalda svo við getum komist í veg fyrir frekari aukningu smita.

Áfram Keflavík