Fréttir

Tveir nýjir leikmenn til Keflavíkur - Guðmundur Jónsson og Gunnar Ólafsson
Karfa: Karlar | 3. maí 2013

Tveir nýjir leikmenn til Keflavíkur - Guðmundur Jónsson og Gunnar Ólafsson

Keflavík samdi á dögunum við tvo nýja leikmenn til að leika með liðinu á komandi tímabili. Um er að ræða bakverðina Guðmund Jónsson og Gunnar Ólafsson. Guðmund Jónsson þekkja flestir körfuboltaáhugamenn en hann hefur verið einn sterkasti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Guðmundur hefur leikið með Njarðvík stærstan hluta síns feril en sl. tvö ár hefur hann leikið með Þór Þorlákshöfn þar sem hann skoraði um 14 stig, 3 fráköst og 2 stolna bolta að meðaltali í leik.

Gunnar Ólafsson er 19 ára Fjölnismaður sem skilaði um 5 stigum og 2  fráköstum að meðaltali í leik í vetur. Það sem færri kannski vita er að kappinn er náfrændi Fals Harðarsonar og hefur hann ávallt haft þann draum að leika með Keflavík - skiljanlega!

Keflvíkingar eru að vonum gríðarlega ánægðir með þann liðstyrk sem felst í þessum leikmönnum. Þá hefur Valur Orri Valsson framlengt samning sinn við liðið um tvö ár. Hinsvegar mun Snorri Hrafnkelsson ekki halda áfram með liðinu en hann nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum þar sem hann taldi sig ekki hafa fengið næg tækifæri með liðinu. Þrátt fyrir að sú ástæða sé Keflvíkingum óskiljanleg er honum þakkað fyrir þann stutta tíma sem hann lék með liðinu og honum óskað alls hins besta.

Mynd: Valur Orri og Gunnar Ólafsson við undirskriftir ásamt Hermanni Helgasyni, formanni KKDK.